Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. september 2023 14:01 Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar