Hvað gera bændur nú? Trausti Hjálmarsson skrifar 20. september 2023 15:01 Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun