„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 19:22 Hallgrímur Jónasson og Eiður Ben Eiríksson mynda þjálfarateymi KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti