Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2023 10:17 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fjárskort vera að baki umdeildum samningi við matvælaráðuneytið. Vísir/Arnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. „Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“ Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent