Einkunnir Íslands: Glódís og Telma stálu senunni Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 22. september 2023 20:29 Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr í kvöld, í sigrinum kærkomna gegn Wales. vísir/Diego Stjörnurnar sem skinu skærast í íslenska liðinu í kvöld, í sigrinum gegn Wales í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, voru aftastar á vellinum. Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira