Íslenska liðið er þar með komið með þrjú stig af þremur mögulegum í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ljósmyndari Vísis, Diego, var á vellinum og fangaði stemninguna á filmu.












Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Wales í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í gær.
Íslenska liðið er þar með komið með þrjú stig af þremur mögulegum í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ljósmyndari Vísis, Diego, var á vellinum og fangaði stemninguna á filmu.
Telma Ívarsdóttir, markmaður Íslands, var afar ánægð með að hafa haldið hreinu og náð í þrjú stig í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.
Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu er liðið sækir Þjóðverja heim í öðrum leik riðilsins í Þjóðadeild Evrópu næstkomandi þriðjudag.
Stjörnurnar sem skinu skærast í íslenska liðinu í kvöld, í sigrinum gegn Wales í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, voru aftastar á vellinum.
Ísland tryggði sér fullkomna byrjun í hinni nýju Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Wales á Laugardalsvelli. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið með frábærum skalla í fyrri hálfleik.