Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 20:07 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst skipa eftirlitshóp til að fylgjast með rafbyssunotkun lögreglunnar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óttast frekari vopnvæðingu og gefur lítið fyrir fullyrðingar sérfræðinga um öryggi rafvopnsins. Samsett/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu. Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu.
Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22
Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30