Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Tómas Guðbjartsson skrifar 25. september 2023 07:00 Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Umhverfismál Tómas Guðbjartsson Fiskeldi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun