Fótbolti

Orri Steinn lagði upp jöfnunar­mark í toppslagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson nýtti sínar mínútur vel í dag og lagði upp jöfnunarmark FCK
Orri Steinn Óskarsson nýtti sínar mínútur vel í dag og lagði upp jöfnunarmark FCK Vísir/Getty

Brøndby tók á móti Orra Steini Óskarssyni og félögum í FCK í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. FCK sóttu öll þrjú stigin á dramatískum lokamínútum þar sem Orri lagði upp jöfnunarmarkið.

Orri hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á í hálfleik þegar staðan var 1-0 heimamönnum í vil. FCK jöfnuðu leikinn fljótlega en Brøndby komust aftur yfir á 69. mínútu. 

Allt leit út fyrir að heimamenn myndu taka öll þrjú stigin og toppsætið af FCK í leiðinni en á 84. mínútu tóku varamennirnir Orri Steinn og Roony Bardghji til sinna ráða þegar Orri lagði upp mark fyrir þann síðarnefnda. Bardghji var svo aftur á ferðinni fimm mínútum seinna og tryggði FCK sætan sigur og þriggja stig forskot á toppi deildarinnar.

Í hinum hádegisleiknum tók Silkeborg á móti Viborg og fór með 2-0 sigur af hólmi. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á bekknum fyrir Silkeborg en kom inn á á 57. mínútu.

Síðasti leikur dagsins í dönsku úrvalsdeildinni er viðureign Randers og AGF sem hefst núna kl. 14 og er Mikael Anderson á sínum stað á miðjunni hjá AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×