Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:35 Magnús Már Einarsson fer með Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vísir/arnar Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum. Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum.
Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31