Burt með sjálftöku og spillingu Sigurjón Þórðarson skrifar 25. september 2023 10:30 Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun