Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 07:24 Sífellt fleiri ungmenni hafa samband við hjálparþjónustu vegna neyslu barnaníðsefnis. Getty Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is. Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Samtökin Lucy Faithfull Foundation, sem vinna að því að koma í veg fyrir barnaníð og starfrækja meðal annars þjónustu fyrir fullorðna sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum um börn, segja ungmennum sem hafa samband hafa fjölgað um 30 prósent og fullorðnum sem hafa samband vegna áhyggja af hegðun ungra einstaklinga hafa fjölgað um 26 prósent. Rachel Haynes, sérfræðingur hjá samtökunum, segir að frá því að kórónuveirufaraldurinn reið yfir séu mun fleiri táningar að hafa samband við þjónustuna, sem ber yfirskriftina Stop It Now!, en áður. Í faraldrinum var farið að bjóða upp á spjallþjónustu á netinu fyrir fullorðna en vegna fjölda fyrirspurna frá ungmennum hefur ný vefsíða fyrir þennan aldurshóp verið opnuð og ber hún heitið Shore. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa sérfræðingar og lögregla verulegar áhyggjur af auknum fjölda ungmenna sem horfa á og/eða deila barnaníðsefni. Frá 2020 hafa tveir þriðjuhlutar þeirra sem hafa samband við Stop It Now! talað um að neyta barnaníðsefnis. Um helmingur þeirra virðist hafa samband eftir að hafa komist til kasta lögreglu en Haynes segir samtök sín vilja ná fyrr til ungmennana. Hún segir klám eiga þátt í vegferðinni að neyslu barnaníðsefnis; ungmennin verði smám saman ónæm fyrir grófleika klámsins. Þá sé í sumum tilvikum um að ræða að þau séu sjálf að sæta misnotkun af hálfu fullorðinna eða að þau hafi fengið myndir sendar í kynferðislegu spjalli. „Við erum að glíma við krísuástand og það er drifið af því að ungt fólk hefur nú aðgang að afar grófu klámi sem er að breyta heilastarfsemi þeirra,“ segir Tony Garner, sem leiðir sérhæft teymi hjá lögreglunni sem rannsakar barnaníð. Hann segir mikilvægt að ungmenni fái vettvang til að ræða málin; oftar en ekki séu þau að gera það í fyrsta sinn eftir að lögreglan bankar upp á hjá þeim. Taktuskrefið.is er úrræði fyrir gerendur. Þolendur geta leitað til 112.is.
Bretland Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira