Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:56 Braverman er sögð vilja skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar til málefna flóttamanna. epa/Andy Rain Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira