Tekur á móti minnst einum á mánuði vegna mistaka við varafyllingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Hannes er formaður Félags íslenskra lýtalækna. einar árnason Lýtalæknir segir minnst einn á mánuði leita til sín vegna mistaka við varafyllingu. Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum af því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sett reglur um notkun fylliefna þrátt fyrir að bent hafi verið á alvarlega, og í sumum tilfellum hættulega stöðu í áraraðir. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á mánudag og birtist á Vísi í gær er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum er rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu þegar meðferðaraðili, sem ekki er læknir, sprautaði í hana lyfi til að leysa upp fylliefni sem hann hefur enga heimild til að nota. Konan fékk alvarlegt bráðaofnæmiskast en var ráðlagt af þeim sem sprautaði hana að leita ekki á sjúkrahús. Kallar eftir reglum Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna segir félagið ítrekað og í mörg ár hafa bent Heilbrigðisráðuneytinu á alvarleika þess að ófaglærðir sprauti fylliefni í aðra, en að ekki hafi verið brugðist við. Hann vill að stjórnvöld fari sömu leið og nágrannaþjóðir okkar og banni ófaglærðum að sprauta í aðra. „Og það eru góð fordæmi komin, sérstaklega frá Svíþjóð þar sem lögin eru mjög skýr en líka Noregi og Danmörku,“ segir Hannes Sigurjónsson, formaður Félags íslenskra lýtalækna. Þannig það þyrfti ekki annað en að þýða löggjöfina þar eins og gert er með mörg önnur lög hér á landi? „ Já akkúrat, eins og við höfum margoft gert hér á Íslandi.“ Snyrtifræðingar uggandi Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir einnig alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin sem lýst er í Kompás. Í yfirlýsingu segir að félagið deili áhyggjum lækna af markaðnum með fylliefni hér á landi og fordæmir að ófaglærðir skuli gera slíkt. Þá hvetur félagið heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð um meðferðirnar til að tryggja öryggi sjúklinga. Hannes segir að minnst einn á mánuði leiti til hans vegna mistaka við varafyllingar. Hann segir óvissu um tryggingamál þeirra sem leita í fyllingu á snyrtistofu, mjög alvarlega. Hver er réttarstaða skjólstæðinga ef eitthvað kemur upp á? „Okkur sérfræðilæknum er skylt þegar við erum í stofurekstri að vera með sjúklingatrygginga. Ég veit ekki hvernig málum er háttað á snyrtistofum en þær eru ansi digrar þessar tryggingar sem okkur er skylt að vera með.“ Formaður velferðarnefndar alþingis segist mjög brugðið eftir þáttinn og hefur sent heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist setja reglugerð um notkun fylliefna í varir.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15