Lá inni á spítala í viku með gat á vélinda: „Ég var bara hálfur út úr heiminum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 14:17 Gunnar Helgason og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir. Vísir/Einar Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var hætt kominn er gat kom á vélinda hans eftir magaspeglun. Hann segist ekki hafa verið í lífshættu þrátt fyrir að atvikið hafi verið alvarlegt. Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið