Mátti ekki fletta sjúkraskrá kollega síns eftir vinnuslys Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 20:48 Læknirinn bar fyrir sig að vinnustaður sinn hefði farið fram á að hann gæfi sitt mat á samstarfsmanni sínum. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur úrskurðað lækni sem fletti fjórum sinnum upp í sjúkraskrá samstarfsmanns síns eftir að hann lenti í vinnuslysi brotlegan við persónuverndarlög. Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins. Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Læknirinn gegndi störfum trúnaðarlæknis á vinnustað kvartanda og höfðu uppflettingarnar farið fram í tengslum við störf hans sem trúnaðarlæknir. Áður hafði Embætti landlæknis komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði verið brotlegur við lög um sjúkraskrár. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að samstarfsmaður læknisins hafi lent í vinnuslysi og hafi verið óvinnufær á tímabili. Hann hafi hætt störfum hjá viðkomandi heilbrigðisstofnun og síðar komist að því að læknirinn hafi flett upp í sjúkraskrá sinni. Starfsmaðurinn vísaði til þess að trúnaðarlæknirinn hefði ekki komið að læknismeðferð sinni og að hann hafi ekki verið að leita sér læknisaðstoðar á þeim tíma sem uppflettingarnar fóru fram. Hann hafi lent í vinnuslysi og hætt störfum. Eftir það hafi læknirinn skoðað sjúkraskrá hans fjórum sinnum án samskipta við sig. Læknirinn segir vinnuveitanda hafa leitað til sín Í svarbréfi trúnaðarlæknisins kemur fram að hann hafi um nokkurra ára skeið starfað sem læknir á viðkomandi heilbrigðisstofnun þar sem starfsmaðurinn hafi verið búsettur. Hann segir starfsmanninn hafa lent í vinnuslysi og verið óvinnufæran. Reynt hafi verið að koma til móts við hann svo hann gæti mætt til vinnu, sem hann hafi samþykkt. Læknirinn segir að starfsmanninum hafi hins vegar síðar verið sagt upp störfum sökum heilsubrests. Starfsmaðurinn hafi í framhaldinu leitað réttar síns varðandi ólögmæta uppsögn á grundvelli lengds veikindaréttar og segir læknirinn hann hafa vísað til þess að hann hafi lent í öðru vinnuslysi. Trúnaðarlæknirinn segir að vinnuveitandinn hafi í kjölfarið leitað til hans, í því skyni að meta afleiðingar hins meinta vinnuslyss. Síðar hafi vinnuveitandi svo að nýju óskað eftir sérstöku mati frá honum sem trúnaðarlækni fyrirtækisins. Segir læknirinn að matið hafi farið fram í formi viðtals á starfsstöð hans. Segir hann að í umræddu viðtali hafi hann fengið munnlegt samþykki frá samstarfsmanni sínum fyrir því að fletta upp í sjúkraskrá hans. Starfsmaðurinn vísaði hins vegar til þess að staðsetning viðtalsins hefði verið valin að frumkvæði trúnaðarlæknisins. Hann hefði rætt við sig sem trúnaðarlækni og ef þörf hefði verið á frekari heilsufarsupplýsingum hefði að hans mati verið viðeigandi að óska eftir læknisvottorði. Hefði hann ekki verið búsettur í viðkomandi sveitarfélagi hefði læknirinn ekki haft aðgang að þessum gögnum og því var það mat starfsmannsins að læknirinn hefði misnotað sér aðstöðu sína. Trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir Persónuvernd segir í úrskurði sínum að engar lögfestar reglur séu um trúnaðarlækningar. Árið 2009 hafi Siðfræðiráð Læknafélag Íslands hins vegar tekið saman viðmiðunarreglur um slíkar lækningar. Samkvæmt viðmiðunarreglunum er litið svo á trúnaðarlæknir geti aldrei verið heimilislæknir starfsfólks. Mikilvægt sé að trúnaðarlæknir gæti þess að starfsmaður geri sér grein fyrir að sem trúnaðarlæknir hafi hann skyldum að gegna gagnvart fyrirtæki eða stofnun sem hefur ráðið hann til starfa og skiptir miklu að starfsmenn geri sér grein fyrir stöðu trúnaðarlækna. Að mati Persónuverndar er því ekki talið að starfsmaðurinn hafi í umrætt sinn verið fyllilega upplýstur um tilgang fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna og hvaða afleiðingar meðferð þeirra gæti haft fyrir hann. Þá telur Persónuvernd nokkurs aðstöðumunar hafa gætt á milli starfsmannsins og trúnaðarlæknisins þar sem hann hafi verið að vinna að mati á afleiðingum vinnuslyss að beiðni vinnuveitanda starfsmannsins.
Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira