Kokkinum sem lét ferskmetið standa hafnað í þriðju tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 22:31 Maðurinn fær ekki að skjóta máli sínu til Hæstaréttar. Getty/Per Winbladh Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni yfirkokks á hóteli á Norðvesturlandi sem hafði krafist þess að fá laun á uppsagnarfresti, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót eftir að hafa verið rekinn úr starfi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira