Kísildalir norðursins Halla Hrund Logadóttir skrifar 1. október 2023 07:31 Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun