Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2023 20:01 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, á verðugt verkefni fyrir höndum. Vísir/Einar Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn. Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn.
Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira