Mörkin úr Bestu: Valsmenn útkljáðu Evrópubaráttuna | Eyjamenn eygja von Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 09:37 Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík. Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80) Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80)
Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01