Verum vel læs á fjármálaumhverfið Sólveig Hjaltadóttir og Þórey S. Þórðardóttir skrifa 3. október 2023 10:31 Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun