Þegar tilgangurinn helgar meðalið Högni Elfar Gylfason skrifar 4. október 2023 10:01 Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar