Þegar tilgangurinn helgar meðalið Högni Elfar Gylfason skrifar 4. október 2023 10:01 Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun