Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 11:11 Beck var aðeins 16 ára gömul þegar hún gekk í herinn en fann sig þar og dafnaði þar til áreitnin hófst. Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira