„Helvítis harmonikkuþjófarnir“ Pálmi Gunnarsson skrifar 4. október 2023 15:00 „Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar