„Ánægður að hafa unnið með svona lélega skotnýtingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:35 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sex stiga sigur gegn Val á útivelli 61-67. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
„Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira