„Ég er ekki jafn hrifinn af þessu. Ég verð að vera hreinskilinn og eflaust deila ekki margir þessari skoðun minni,“ sagði Keegan.
„Ég er ekki hrifinn af því að hlusta á konur fjalla um enska karlalandsliðið því mér finnst ekki vera hægt að bera þetta saman. Þetta truflar mig.“
Keegan þvertekur fyrir að hann geri lítið úr konum með ummælum sínum.
„Þáttastjórnendurnir sem við erum með núna, sumar konurnar eru svo góðar, betri en karlarnir. Þetta er frábær tími fyrir stelpurnar,“ sagði Keegan en bætti við að konur byggju ekki yfir sömu reynslu og karlar til að fjalla enska landsliðið.
„Ef ég sé fyrrverandi leikmann enska kvennalandsliðsins fjalla um leik Englands og Skotlands á Wembley og hún segði: ef ég hefði verið í þessari stöðu hefði ég gert þetta,“ er það ekki það sama. Það er ekki margt sameiginlegt með þessu.“
Keegan lék 63 landsleiki fyrir England á árunum 1972-82 og skoraði 21 mark. Hann þjálfaði svo enska landsliðið á árunum 1999-2000.