„Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 13:00 Blikakonur fagna marki í Bestu deildinni í sumar.Þær geta tryggt sér Evrópusæti í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, kallar eftir stuðningi á bak við liðið sitt í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik á móti Val í lokaumferð Bestu deild kvenna. Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira