Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 0-1| Þróttur stal þriðja sætinu af Stjörnunni Kári Mímisson skrifar 6. október 2023 21:10 Þróttur endar í þriðja sætinu Mikenna McManus tryggði Þrótti þriðja sætið í Bestu deild kvenna með því að skora sigurmarkið gegn Stjörnunni. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Fyrir leikinn sat Stjarnan í þriðja sæti og gat með sigri komist í annað sætið svo lengi sem Breiðablik myndi tapa gegn Val. Annað sætið gefur sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar og því að miklu að keppa fyrir heimakonur. Þróttur átti ekki möguleika á því að ná í þetta mikilvæga annað sæti en gat þó með sigri komist upp fyrir Stjörnuna og endað mótið í þriðja sætið. Svo fór að lokum að Þróttur vann afar dramatískan 0-1 sigur gegn Garðbæingum og tryggðu sér í leiðinni þriðja sætið. Leikurinn byrjaði með látum en Þróttarar áttu skot í slánna strax á 1. mínútu leiksins en eftir það róaðist leikurinn mikið, eiginlega fullmikið. Betsy Hassett fékk þó ágætis tækifæri þegar stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum en skot hennar fór rétt framhjá. Það var ekki mikið meira markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Staðan því þegar liðin héldu til búningsherbergja 0-0. Seinni hálfleikur byrjaði vel og Þróttur fékk snemma besta færi leiksins þegar Sæunn Björnsdóttir slapp ein í gegn en skot hennar var ekki gott og Erin Mcleod lokaði vel á hana áður en boltinn barst til Elínar Mettu sem skaut í hliðarnetið. Áfram var leikurinn frekar lokaður en þó færðu Stjörnustúlkur sig hægt og rólega aðeins framar á völlinn í þeirri von að ná í þessi mikilvægu stig sem liðið þurfti til að eiga möguleika á öðru sætinu og í leiðinni að ná í þetta Meistardeildarsæti sem í boði var. Það hjálpaði þó ekki þegar Breiðablik komst yfir gegn Val og því voru möguleikarnir litlir. Þróttar nýttu sér þó hvað heimakonur voru orðnar opnar undir lokin og fengu nokkur fær en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á lokamínútu uppbótartímans. Þá reyndi Mikenna McManus fyrirgjöf sem fór fram hjá allt og öllum og endaði á því að skoppa í teignum áður en boltinn hafnaði í netinu. Dramatískara gerist það varla en þetta mark var ekki ósvipað því sem íslenska landsliðið fékk á sig gegn Holland fyrir rúmlega ári síðan án þess að ætla að rifja upp þá sorgarsögu eitthvað meira. Niðurstaðan hér í Garðabænum var því 0-1 sigur Þróttar sem tókst í leiðinni að fara upp fyrir Stjörnuna í þriðja sætið. Af hverju vann Þróttur? Þessi leikur átti að fara jafntefli en það var mikið jafnræði með liðunum. Það er ákveðinn heppnisstimpill yfir þessu sigurmarki Þróttar og því alveg hægt að segja að gestirnir hafi stolið stigunum hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru sennilega mest í boltanum fyrir sín lið. Framtíðin er björt hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum og það er engin spurning að það er aðeins tímaspursmál hvenær Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari gefi þeim sénsinn en hann var mættur á leikinn í kvöld. Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá báðum liðum í dag var ekki góð. Það er eiginlega ótrúlegt að staðan hafi verið 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið og bæði lið fara væntanlega bara á lokahóf. Katla Tryggvadóttir: Það er allt opið núna Katla Tryggvadóttir og Melissa Alison Garcia.Vísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins af þjálfurum og leikmönnum í deildinni. Hún var að vonum mjög sátt þegar hún mætti í viðtal í lok leiks. „Ég er aðallega sátt með að hafa náð að klára tímabilið á sigri en það var mjög sætt að vinna þetta svona í lokin. Ég er mjög stolt og það að þetta komi frá hinum þjálfurunum og leikmönnunum í deildinni er það sem skiptir mestu máli finnst mér. Ég var alls ekki að búast við þessu og vissi ekki af þessu þannig að þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart.“ Spurð út í tímabilið hjá henni og liðinu segist Katla að hún hafi bætt sig á þessu tímabili og að liðið hafi oft á köflum sýnt getu sína þó svo að það hafi sömuleiðis komu slæmir kaflar hjá liðinu líka. „Ég tók skref upp á við í ár, það er alveg klárt mál. Varðandi tímabilið hjá liðinu þá var það smá kaflaskipt. Við tókum góða kafla en svo tókum við líka vonda kafla þar sem við vorum að tapa mörgum leikjum í röð. Okkur tókst samt að sýna okkur gegn þessum toppliðum og vorum að vinna þau líka. Markmiðið okkar var Evrópusæti en við komum bara sterkari til baka á næsta ári og tökum þetta Evrópusæti.“ En verður Katla áfram leikmaður Þróttar á næsta ári? „Það er bara allt opið núna. Ég er samningslaus núna eftir þetta tímabil og er opin fyrir öllu. Nú ætla ég aðeins að setjast niður með umboðsmanni mínum og sjá hvað er best í stöðunni fyrir mig.“ Kristján Guðmundsson: Við eigum eftir að ganga frá einhverju Kristján GuðmundssonVísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur í leikslok með tapið í kvöld. Hann segir að leikurinn hefði átt að enda með jafntefli og að það sé súrt að fá á sig svona mark undir lokin. „Þetta er náttúrulega jafnteflis leikur. Þetta var frekar opið á köflum og bæði lið fengu svona hálffæri og skot sem hefðu getað endað inni. Þessi leikur hefði átt að fara jafntefli en þetta var algjört skítamark hérna undir lokin sem hvorki við né önnur lið eiga að fá á sig. Við sjáum fram á það að við þurfum að vinna leikinn til að eiga einhvern möguleika á því að verða í öðru sæti í deildinni. Við sáum mögulega fram á það að þetta annað sæti var ekki að fara að nást í stöðunni 0-0 og missum mögulega smá einbeitingu. Þetta var bara bolti sem kemur inn í teig og endar á því að fara í markið sem er bara hræðilegt.“ Margir spáðu Stjörnunni sigri í deildinni fyrir tímabilið. Niðurstaðan er hins vegar fjórða sætið 11 stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals. Kristján segir að byrjunin á tímabilinu hafi verið það sem gerði það að verkum að liðið endi ekki ofar í töflunni. „Við erum ekkert að pæla í því hvað annað fólk er að spá okkur. Við ætluðum samt sjálf að vera ofarlega í töflunni. Í upphafi móts förum við bara of hægt af stað og náum ekki upp rétta jafnvæginu í liðinu og í leiðinni náum við ekki að safna nógu mörgum stigum. Þetta er pínulítið svipað ferli og í fyrra, þar sem við byrjum illa en náum mjög góðum endasprett. Við náum í níu stig í þessum viðauka á mótinu. Heilt yfir er þetta allt í lagi ég meina að við tökum tvo titla af fjórum þó svo að það séu litlu titlarnir í byrjun móts. Við dettum út í undanúrslitum í bikarnum og það var eins og æðri máttarvöld kæmu í veg fyrir það að við færum í bikarúrslitaleikinn. Það kom svo í ljós í bikarúrslitunum hvers vegna það var. Svo var ekki hægt að komast nær Val, þær tóku bara yfir mótið um mitt sumar. Það er þessi byrjun á mótinu sem er svekkjandi, við vorum að elta þá. Við náðum þó að krafla í toppinn en það vantaði aðeins upp á.“ Hópurinn hjá Stjörnunni er spennandi en liðið býr að mörgum ungum og efnilegum stúlkum ásamt því að hafa inn á milli reynslu mikla leikmenn. En hver er staðan á þessum reynslu miklu leikmönnum og verða þær áfram á næsta ári? „Ég veit það bara ekki. Málfríður er að klára sinn samning núna. Gunnhildur og Erin eiga ár eftir af sínum samning. Við höfum í raun ekkert rætt þetta enda höfum við verið upptekin í öðru.“ Hvað með Kristján sjálfan. Verður hann áfram hjá Stjörnunni á næsta tímabili? „Staðan er sú að við höfum talað saman en við höfum ekki klárað þær samræður. Samningur minn rennur út núna í lok mánaðarins og við eigum eftir að ganga frá einhverju hvort sem það er af eða á.“ Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík
Mikenna McManus tryggði Þrótti þriðja sætið í Bestu deild kvenna með því að skora sigurmarkið gegn Stjörnunni. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Fyrir leikinn sat Stjarnan í þriðja sæti og gat með sigri komist í annað sætið svo lengi sem Breiðablik myndi tapa gegn Val. Annað sætið gefur sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar og því að miklu að keppa fyrir heimakonur. Þróttur átti ekki möguleika á því að ná í þetta mikilvæga annað sæti en gat þó með sigri komist upp fyrir Stjörnuna og endað mótið í þriðja sætið. Svo fór að lokum að Þróttur vann afar dramatískan 0-1 sigur gegn Garðbæingum og tryggðu sér í leiðinni þriðja sætið. Leikurinn byrjaði með látum en Þróttarar áttu skot í slánna strax á 1. mínútu leiksins en eftir það róaðist leikurinn mikið, eiginlega fullmikið. Betsy Hassett fékk þó ágætis tækifæri þegar stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum en skot hennar fór rétt framhjá. Það var ekki mikið meira markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Staðan því þegar liðin héldu til búningsherbergja 0-0. Seinni hálfleikur byrjaði vel og Þróttur fékk snemma besta færi leiksins þegar Sæunn Björnsdóttir slapp ein í gegn en skot hennar var ekki gott og Erin Mcleod lokaði vel á hana áður en boltinn barst til Elínar Mettu sem skaut í hliðarnetið. Áfram var leikurinn frekar lokaður en þó færðu Stjörnustúlkur sig hægt og rólega aðeins framar á völlinn í þeirri von að ná í þessi mikilvægu stig sem liðið þurfti til að eiga möguleika á öðru sætinu og í leiðinni að ná í þetta Meistardeildarsæti sem í boði var. Það hjálpaði þó ekki þegar Breiðablik komst yfir gegn Val og því voru möguleikarnir litlir. Þróttar nýttu sér þó hvað heimakonur voru orðnar opnar undir lokin og fengu nokkur fær en inn vildi boltinn ekki. Það dró hins vegar til tíðinda á lokamínútu uppbótartímans. Þá reyndi Mikenna McManus fyrirgjöf sem fór fram hjá allt og öllum og endaði á því að skoppa í teignum áður en boltinn hafnaði í netinu. Dramatískara gerist það varla en þetta mark var ekki ósvipað því sem íslenska landsliðið fékk á sig gegn Holland fyrir rúmlega ári síðan án þess að ætla að rifja upp þá sorgarsögu eitthvað meira. Niðurstaðan hér í Garðabænum var því 0-1 sigur Þróttar sem tókst í leiðinni að fara upp fyrir Stjörnuna í þriðja sætið. Af hverju vann Þróttur? Þessi leikur átti að fara jafntefli en það var mikið jafnræði með liðunum. Það er ákveðinn heppnisstimpill yfir þessu sigurmarki Þróttar og því alveg hægt að segja að gestirnir hafi stolið stigunum hér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Katla Tryggvadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru sennilega mest í boltanum fyrir sín lið. Framtíðin er björt hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum og það er engin spurning að það er aðeins tímaspursmál hvenær Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari gefi þeim sénsinn en hann var mættur á leikinn í kvöld. Hvað gekk illa? Færanýtingin hjá báðum liðum í dag var ekki góð. Það er eiginlega ótrúlegt að staðan hafi verið 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið og bæði lið fara væntanlega bara á lokahóf. Katla Tryggvadóttir: Það er allt opið núna Katla Tryggvadóttir og Melissa Alison Garcia.Vísir/Hulda Margrét Katla Tryggvadóttir var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins af þjálfurum og leikmönnum í deildinni. Hún var að vonum mjög sátt þegar hún mætti í viðtal í lok leiks. „Ég er aðallega sátt með að hafa náð að klára tímabilið á sigri en það var mjög sætt að vinna þetta svona í lokin. Ég er mjög stolt og það að þetta komi frá hinum þjálfurunum og leikmönnunum í deildinni er það sem skiptir mestu máli finnst mér. Ég var alls ekki að búast við þessu og vissi ekki af þessu þannig að þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart.“ Spurð út í tímabilið hjá henni og liðinu segist Katla að hún hafi bætt sig á þessu tímabili og að liðið hafi oft á köflum sýnt getu sína þó svo að það hafi sömuleiðis komu slæmir kaflar hjá liðinu líka. „Ég tók skref upp á við í ár, það er alveg klárt mál. Varðandi tímabilið hjá liðinu þá var það smá kaflaskipt. Við tókum góða kafla en svo tókum við líka vonda kafla þar sem við vorum að tapa mörgum leikjum í röð. Okkur tókst samt að sýna okkur gegn þessum toppliðum og vorum að vinna þau líka. Markmiðið okkar var Evrópusæti en við komum bara sterkari til baka á næsta ári og tökum þetta Evrópusæti.“ En verður Katla áfram leikmaður Þróttar á næsta ári? „Það er bara allt opið núna. Ég er samningslaus núna eftir þetta tímabil og er opin fyrir öllu. Nú ætla ég aðeins að setjast niður með umboðsmanni mínum og sjá hvað er best í stöðunni fyrir mig.“ Kristján Guðmundsson: Við eigum eftir að ganga frá einhverju Kristján GuðmundssonVísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur í leikslok með tapið í kvöld. Hann segir að leikurinn hefði átt að enda með jafntefli og að það sé súrt að fá á sig svona mark undir lokin. „Þetta er náttúrulega jafnteflis leikur. Þetta var frekar opið á köflum og bæði lið fengu svona hálffæri og skot sem hefðu getað endað inni. Þessi leikur hefði átt að fara jafntefli en þetta var algjört skítamark hérna undir lokin sem hvorki við né önnur lið eiga að fá á sig. Við sjáum fram á það að við þurfum að vinna leikinn til að eiga einhvern möguleika á því að verða í öðru sæti í deildinni. Við sáum mögulega fram á það að þetta annað sæti var ekki að fara að nást í stöðunni 0-0 og missum mögulega smá einbeitingu. Þetta var bara bolti sem kemur inn í teig og endar á því að fara í markið sem er bara hræðilegt.“ Margir spáðu Stjörnunni sigri í deildinni fyrir tímabilið. Niðurstaðan er hins vegar fjórða sætið 11 stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals. Kristján segir að byrjunin á tímabilinu hafi verið það sem gerði það að verkum að liðið endi ekki ofar í töflunni. „Við erum ekkert að pæla í því hvað annað fólk er að spá okkur. Við ætluðum samt sjálf að vera ofarlega í töflunni. Í upphafi móts förum við bara of hægt af stað og náum ekki upp rétta jafnvæginu í liðinu og í leiðinni náum við ekki að safna nógu mörgum stigum. Þetta er pínulítið svipað ferli og í fyrra, þar sem við byrjum illa en náum mjög góðum endasprett. Við náum í níu stig í þessum viðauka á mótinu. Heilt yfir er þetta allt í lagi ég meina að við tökum tvo titla af fjórum þó svo að það séu litlu titlarnir í byrjun móts. Við dettum út í undanúrslitum í bikarnum og það var eins og æðri máttarvöld kæmu í veg fyrir það að við færum í bikarúrslitaleikinn. Það kom svo í ljós í bikarúrslitunum hvers vegna það var. Svo var ekki hægt að komast nær Val, þær tóku bara yfir mótið um mitt sumar. Það er þessi byrjun á mótinu sem er svekkjandi, við vorum að elta þá. Við náðum þó að krafla í toppinn en það vantaði aðeins upp á.“ Hópurinn hjá Stjörnunni er spennandi en liðið býr að mörgum ungum og efnilegum stúlkum ásamt því að hafa inn á milli reynslu mikla leikmenn. En hver er staðan á þessum reynslu miklu leikmönnum og verða þær áfram á næsta ári? „Ég veit það bara ekki. Málfríður er að klára sinn samning núna. Gunnhildur og Erin eiga ár eftir af sínum samning. Við höfum í raun ekkert rætt þetta enda höfum við verið upptekin í öðru.“ Hvað með Kristján sjálfan. Verður hann áfram hjá Stjörnunni á næsta tímabili? „Staðan er sú að við höfum talað saman en við höfum ekki klárað þær samræður. Samningur minn rennur út núna í lok mánaðarins og við eigum eftir að ganga frá einhverju hvort sem það er af eða á.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti