Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:03 „Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind um ummæli Áslaugar Örnu. Vísir Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín. Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín.
Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira