Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:03 „Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind um ummæli Áslaugar Örnu. Vísir Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín. Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem Inga Lind og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson ræddu fréttir liðinnar viku. Ásgeir benti á að ummælin í garð Svandísar hafi aðeins verið lítill bútur úr ræðunni þar sem hún hafi farið yfir víðari völl. „En einhverra hluta vegna hafa smelludólgar sem skrifa fréttir á miðlum ákveðið að láta þessa ræðu hennar snúast um eitthvað annað. Þannig að fyrirsögnin var alveg hreint í ósamræmi við það sem hún var að segja,“ sagði Inga Lind. Inga segir að það sem Áslaug hafi verið að segja hafi verið að vegna þess að sjávarútvegur væri ekki viðfang ráðuneytis hennar, heldur háskólamál og nýsköpun, þá myndi hún frekar leggja áherslu á þau. „Úr þessu er snúið algjörlega,“ bætir Inga við. Ásgeir Kolbeinsson tók undir sjónarmið Ingu Lindar, að samræmi hafi vantað í fréttaflutning af málinu. Áslaug þótti með ummælum sínum skjóta á samráðherra sinn, en hún taldi upp marga hluti er varða sjávarútveginn og sagði Svandísi vera samnefnara yfir þá. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, sem sagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Ummælin vöktu mikla athygli í liðinni viku. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að þau væru ekki til fyrirmyndar. „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ sagði Katrín.
Sjávarútvegur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira