Ástæðan er auðvitað stríðsástandið í Ísrael eftir hryðjuverkaáás Hamas samtakanna sem varð hundruðum að bana. Ísrael lýsti yfir stríði í gær eftir árásin.
Uefa postpones all matches in Israel after outbreak of war with Hamas https://t.co/KhOLGdQfcH
— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2023
Leikur Ísraels og Sviss í undankeppni EM er einn af þessum leikjum en hann átti að fara fram 10. október næstkomandi.
UEFA mun gefa sér nokkra daga til að meta það hvort leikur Kósóvó og Ísrael í sömu keppni geti farið fram 15. október næstkomandi.
Í yfirlýsingu UEFA kemur enn fremur fram að sambandið mun halda áfram að fylgjast vel með og að menn þar verði í sambandi við öll lið sem þetta snertir. Liðin verða einnig í samráði með UEFA um að finna nýja leikdaga eða frekari breytingar á leikjum.
Breiðablik er með Maccabi Tel Aviv í riðli í Sambandsdeildinni en spilaði útileikinn í Ísrael 21. september síðastliðinn.
UEFA has postponed all October internationals in Israel. It s also being determined whether Kosovo vs. Israel can go ahead on October 15. pic.twitter.com/UuJfM0Vwtj
— Ben Jacobs (@JacobsBen) October 8, 2023