Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:11 Läckberg kynnir bók sína Gullbúrið á Spáni árið 2019. Getty/NurPhoto/Oscar Gonzalez Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira