Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2023 11:15 Boeing 757-þotan TF-FIU, eða Hekla Aurora, oft nefnd Norðurljósaþotan, er núna á leiðinni til Amman í Jordaníu. Hún tekur 184 farþega í sæti. Vilhelm Gunnarsson Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna. Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld. Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Flugtakið frá Keflavík var klukkan 10.22. Flugtími til Amman í Jórdaníu er áætlaður um sex klukkustundir. Lending á Queen Alia-alþjóðaflugvellinum í Amman er áætluð klukkan 19.23 að staðartíma, eða klukkan 16.23 að íslenskum tíma, samkvæmt flugratsjársíðunni Flightradar 24. Flugleggurinn milli Keflavíkur og Amman er um 5.400 kílómetrar. Flugdrægi 757-þotunnar er allt að 6.300 kílómetrar þannig að hún ætti að komast á milli staðanna án millilendingar. Þotan hefur kallmerkið ICE 1086 á leið sinni til Amman í Jórdaníu. Hún var stödd undan Hornafirði laust fyrir klukkan ellefu.Flightradar24 Í frétt utanríkisráðuneytisins í morgun kom fram að um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að yrði sóttur til Tel Aviv, yrði fluttur til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum yrði flogið aftur heim til Íslands. Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum í Tel Aviv vegna nýs öryggismats. Áætlað var að Íslendingahópurinn legði af stað frá Jerúsalem áleiðis til Amman um hálfníuleytið í morgun og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.
Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Jórdanía Tengdar fréttir Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11 Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9. október 2023 08:11
Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8. október 2023 15:32