Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Hólmfríður Gísladóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. október 2023 22:00 Lík fjarlægt úr rústum húss á Gasaströndinni í dag. AP/Ramez Mahmoud Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira