Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:34 Play flutti rúmlega 70 þúsund fleiri farþega í september en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“ Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira