Með samstilltu átaki getum við aukið orkuvinnslu Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 10. október 2023 10:01 Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun