Telur að Man United nái ekki topp fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:31 Gary Neville spilaði með Man United allan sinn feril. Alex Livesey/Getty Images Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að hans gamla félag verði ekki meðal fimm efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar þegar henni lýkur næsta vor. Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Man United lagði Brentford með tveimur mörkum gegn einu á einkar dramatískan hátt um liðna helgi. Man Utd var marki undir þegar venjulegur leiktími var liðinn en Skotinn Scott McTominay skoraði tvívegis í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum óverðskuldaðan sigur. Man United hefur hins vegar byrjað tímabilið skelfilega og er með aðeins 12 stig að loknum 8 umferðum á Englandi. Þá hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu og er alls óvíst að liðið komist upp úr riðli sem inniheldur Bayern München, Galatasaray og FC Kaupmannahöfn. Í hlaðvarpi Neville á vegum Sky Sports kemur fram að hann telji engar líkur á að Man United endi meðal efstu fimm liðanna. Hann telur Chelsea betur í stakk búið til að gera atlögu að Meistaradeildarsæti. Hann telur Lundúnaliðið hins vegar þurfa bæði miðvörð og framherja. Gary Neville doesn't believe Manchester United will finish in the top five of the Premier League this season pic.twitter.com/pz2d5xtciy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 9, 2023 Um sitt gamla félag hafði hann þetta að segja: „Þeir eru langt frá því nægilega góðir. Það kemur mér á óvart því fyrir sjö eða átta vikum spáði ég því að þeir myndu enda í þriðja sæti annað árið í röð.“ Hann nefnir að André Onana, markvörður liðsins, hafi engan veginn aðlagast Englandi og það leiði af sér óstöðugleika í öftustu línu. Þá segir Neville að aldurssamsetningin á Chelsea-liðinu sé betri en hjá Man United. Man United mætir Sheffield United í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en nágrannar þeirra og Englandsmeistarar Manchester City mæta á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira