Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 17:56 Særður maður fluttur á sjúkrahús eftir loftárás á Gasaströndinni í dag. AP/Hatem Ali Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum. Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Um 2,3 milljónir manna búa á Gasasvæðinu, sem er talið eitt þéttbýlasta svæði heims. Ísraelar ætla ekki að veita íbúum Gasastrandarinnar aftur aðgang að vatni og rafmagni, né leyfa birgðaflutninga inn á svæðið, fyrr en Hamas-liðar hafa sleppt fólkinu sem þeir tóku í gíslingu í árásum þeirra á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við því að ástandið sé mjög alvarlegt á Gasa. Einn talsmanna ísraelska hersins sagði í dag að verið væri að undirbúa innrás á Gasaströndina, verði slík skipun gefin. Líklegt er að innrás verði gerð en ráðamenn í Ísrael hafa sett sér það markmið að gera útaf við Hamas-samtökin og bana hverjum einasta Hamas-liða. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði í dag að ef Ísraelski herinn gerði innrás, yrði honum eytt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa sagði í dag að 1.417 manns hefðu fallið í árásum Ísraelsmanna og að rúmlega sex þúsund hefðu særst. Ráðuneytið, sem er stýrt af Hamas, tilgreinir ekki hve margir þeirra sem hafa dáið voru Hamas-liðar en Ísraelar segjast hafa fellt um 1.500 þeirra. Sjá einnig: Óttast að spítalinn breytist í líkhús Árásir Hamas-liða á laugardaginn og sunnudaginn kostuðu rúmlega 1.200 manns lífið í Ísrael og þar af eru tæplega tvö hundruð hermenn. Ísraelski herinn birti í dag myndband frá því á laugardaginn þegar sérsveitarmenn endurtóku landamærastöð við Gasaströndina, sem hafði fallið í hendur Hamas-liða um morguninn. IDF publishes footage showing troops of the Navy's elite Shayetet 13 commando unit retaking the Sufa military post on the Gaza border from Palestinian terrorists on Saturday. pic.twitter.com/hthv0sWPXY— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 12, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53
Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. 12. október 2023 10:21