Fótbolti

Hlín skoraði í sigri Kristianstad

Dagur Lárusson skrifar
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024.
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024. kdff.nu

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Kristianstad er liðið hafði betur gegn Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leikinn var Kristianstad með 42 stig í sjötta sæti deildarinnar en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, byrjaði með Hlín fremsta á vellinum.

Hlín Eiríksdóttir kom Kristianstad yfir á 68. mínútu en á 88. mínútu skoraði  Amy Sayer og innsiglaði sigurinn.

Hlín var þó ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu þar sem Emelía Óskardóttir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Bergþóra Ásmundsdóttir kom hins vegar ekki við sögu í liði Örebro.

Eftir leikinn er Kristianstad komið í fimmta sætið með 45 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×