Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 11:49 Aine Davis var handtekinn þegar honum var vísað frá Tyrklandi og sendur til Bretlands í ágúst. EPA/ANDY RAIN Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023 Bretland Sýrland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu þeir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir hafa komið að morðum á fjölmörgum af gíslum hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna Bítlanna en hann var felldur í loftárás árið 2015. Sjá einnig: „Ég er kominn aftur Obama“ Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir af bandamönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi í byrjun ársins 2018 og hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum vegna morða á þeim James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Aine Davis var handsamaður í Tyrklandi í nóvember 2015 og var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi þar. Þegar honum var vísað frá Tyrklandi í ágúst flaug hann til Bretlands þar sem hann var aftur handtekinn. Davis hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa verið einn Bítlanna en í frétt Sky News segir að sumir gísla ISIS hafi bara séð þrjá menn í hópnum. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir aðkomu að morðum á gíslum ISIS og yfirvöld Bandaríkjanna fóru ekki fram á að hann yrði framseldur. Þá fór lögmaður hans fram á að ákærurnar gegn Davisi yrðu felldar niður, þar sem hann hefði þegar verið dæmdur fyrir sömu brot í Tyrklandi. BREAKING: Islamic State 'Beatle' Aine Davis admits three terror offenceshttps://t.co/DLV8K8LvBK— The Telegraph (@Telegraph) October 16, 2023
Bretland Sýrland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira