Pólitísk fátækt Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun