Ný CrossFit dóttir er fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 12:00 Nýjasta CrossFit dóttirin Bergrós Björnsdóttir hefur átt frábært ár þar sem hún var á palli á Reykjavíkurleikunun, á heimsleikunum og á Íslandsmeistaramótinu. Samsett/Instagram/@bergrosbjornsdottir Íslensku dæturnar hafa vakið mikla athygli í CrossFit heiminum í gegnum tíðina og nú lítur út fyrir að ný dóttir sé að bætast í hópinn. Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul. CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul.
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum