Biskup mun ekki stíga til hliðar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 11:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur. Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur.
Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira