Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2023 06:38 Hópar söfnuðust saman til að mótmæla við sendiráð og skrifstofur í Beirút í Líbanon. AP/Bilal Hussein Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira