Heimilið hættulegasti staðurinn Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar 18. október 2023 13:00 Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Kvennaverkfall Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun