Þolmörkum í ferðaþjónustu víða náð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2023 14:00 Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun