Þrjár Stephensen-kynslóðir áberandi á verðlaunapallinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2023 12:01 Frændurnir Pétur Steinn og Óskar Darri Stephensen (í miðjunni) á verðlaunapalli í byrjendaflokki á Pepsi mótinu í borðtennis. Þeir eiga ekki langt að sækja borðtennishæfileikana. finnur hrafn jónsson Guðmundur Stephensen er langþekktasti borðtennisspilari Íslands fyrr og síðar. Hann er samt ekki sá eini í fjölskyldunni sem er liðtækur í íþróttinni. Það kom í ljós um helgina. Á laugardaginn fór Pepsi mótið í borðtennis fram í TBR-íþróttahúsinu. Keppt var í átta flokkum og komu keppendur frá átta félögum (Víkingi, KR, BR, BH, Erninum, ÍFR, HK, Aftureldingu). Í byrjendaflokki hrósaði Pétur Steinn Stephensen sigri en hann er átta ára bróðursonur Guðmundar Stephensen. Sonur Guðmundar, Óskar Darri, varð í 3.-4. sæti. Faðir hans var ekki langt undan en hann þjálfaði son sinn. Guðmundur Stephensen fylgist grannt með gangi mála á Pepsi mótinu.finnur hrafn jónsson Í eldri flokki karla varð Pétur Ó. Stephensen hlutskarpastur en hann er faðir Guðmundar og afi Péturs Steins og Óskars Darra. Stephensen fjölskyldan var því áberandi á mótinu eins og á öðrum borðtennismótum á Íslandi. Pétur Ó. Stephensen hefur verið formaður borðtennisdeildar Víkings svo lengi sem elstu menn muna.finnur hrafn jónsson Guðmundur tók sem frægt er spaðann af hillunni í vetur eftir áratugar hlé og varð Íslandsmeistari í 21. sinn. Hann vann Íslandsmótið tuttugu ár í röð (1994-2013) og sýndi á Íslandsmótinu 2023 að hann hefur engu gleymt. Guðmundur keppti ekki á Pepsi mótinu. Norbert Bëdo vann sigur í meistaraflokki karla og í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena Tasic. Sigurvegara í öllum flokkum á Pepsi mótinu má sjá hér fyrir neðan. Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur Borðtennis Víkingur Reykjavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Á laugardaginn fór Pepsi mótið í borðtennis fram í TBR-íþróttahúsinu. Keppt var í átta flokkum og komu keppendur frá átta félögum (Víkingi, KR, BR, BH, Erninum, ÍFR, HK, Aftureldingu). Í byrjendaflokki hrósaði Pétur Steinn Stephensen sigri en hann er átta ára bróðursonur Guðmundar Stephensen. Sonur Guðmundar, Óskar Darri, varð í 3.-4. sæti. Faðir hans var ekki langt undan en hann þjálfaði son sinn. Guðmundur Stephensen fylgist grannt með gangi mála á Pepsi mótinu.finnur hrafn jónsson Í eldri flokki karla varð Pétur Ó. Stephensen hlutskarpastur en hann er faðir Guðmundar og afi Péturs Steins og Óskars Darra. Stephensen fjölskyldan var því áberandi á mótinu eins og á öðrum borðtennismótum á Íslandi. Pétur Ó. Stephensen hefur verið formaður borðtennisdeildar Víkings svo lengi sem elstu menn muna.finnur hrafn jónsson Guðmundur tók sem frægt er spaðann af hillunni í vetur eftir áratugar hlé og varð Íslandsmeistari í 21. sinn. Hann vann Íslandsmótið tuttugu ár í röð (1994-2013) og sýndi á Íslandsmótinu 2023 að hann hefur engu gleymt. Guðmundur keppti ekki á Pepsi mótinu. Norbert Bëdo vann sigur í meistaraflokki karla og í meistaraflokki kvenna sigraði Nevena Tasic. Sigurvegara í öllum flokkum á Pepsi mótinu má sjá hér fyrir neðan. Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur
Meistaraflokkur karla: Norbert Bëdo (KR) Meistaraflokkur kvenna: Nevena Tasic (Víkingi) 1. flokkur karla: Þorbergur Pálmarsson (BH) 1. flokkur kvenna: Guðbjörg Gunnarsdóttir (KR) 2. flokkur karla: Darian Adam HK 2. flokkur kvenna; Helena Árnadóttir KR Byrjendaflokkur: Pétur Steinn Stephensen Víkingur Eldri flokkur karla: Pétur Ó. Stephensen Víkingur
Borðtennis Víkingur Reykjavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira