Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2023 07:49 Silvio Berlusconi árið 1985. Hann var duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Getty Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011.
Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira