Körfubolti

Jókerinn geti ekki þjálfað því hann horfi ekki á körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Silver og NBA-meistarinn Nikola Jokić.
Adam Silver og NBA-meistarinn Nikola Jokić. Matthew Stockman/Getty Images

CJ McCollum, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur enga trú á að miðherjinn Nikola Jokić muni snúa sér að þjálfun þegar hann leggur skóna á hilluna. Ástæðan sé einföld, Jokić horfi einfaldlega ekki á körfubolta.

Hinn 28 ára gamli Jokić var hreint út sagt magnaður þegar Denver Nuggets fór alla leið og sigraði NBA-deildina síðasta vor. Hann hefur ávallt vakið mikla athygli þar sem hann er 211 sentimetrar á hæð og spilar sem miðherji en er þó hvað þekktastur fyrir ótrúlega sendingargetu sína.

Jokić stal svo fyrirsögnunum í kjölfar þess að Nuggets varð meistari en hann vildi ekkert meira en að komast heim til Serbíu að sinna hestunum sínum.

Í hlaðvarpsþætti sínum sagði CJ McCollum að Jokić myndi aldrei verða þjálfari í NBA-deildinni þar sem hann horfi einfaldlega ekki á körfubolta. McCollum hefur tekið fram að um grín var að ræða og Jokić sé ótrúlegur leikmaður.

Það styttist í að NBA-deildini fari af stað á nýjan leik. Líkt og síðustu leiktíð verður deildiní beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og það verða reglulegir þættir um allt það sem gengur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×