Ekkert gerist af sjálfu sér Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. október 2023 08:01 Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Kvennaverkfall Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Ég hef mætt á alla fundi síðan þá sem haldnir hafa verið á þessu degi. Oft hef ég hugsað, er þetta ekki bara komið? Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu. Nei þetta er ekki komið og í raun enn langt í land og því ætla ég að halda áfram að taka þátt í baráttunni. Á árunum 2013-2017 var ég formaður Félags Kvenna í Atvinnulífinu (FKA). Mikið lá okkur á hjarta og verkefnin mörg. Það var settur kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja, því hvorki gekk né rak í því að auka fjölbreytileika í stjórnum. Sýnileiki kvenna úr atvinnulífi í fjölmiðlum var í skötulíki og komum við á samstarfsverkefnum við Rúv til að kippa því í liðinn. Við komum á Jafnvægisvoginni, hreyfiaflsverkefni sem hafði það að markmiði að auka jafnvægi í efsta lagi fyrirtækja og til að virkja viðskiptalíf í að verða fyrirmynd jafnréttis annarra þjóða. Ég er ekki að rifja þetta upp til að ylja mér við minningar góðra tíma heldur vil ég varpa því fram að þessi sporganga FKA sé ein af ástæðum þess hversu vel atvinnulífið hefur tekið í Kvennaverkfall árið 2023. Það er alveg ljóst að það gerist ekkert af sjálfu sér. FKA ákvað að vera hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu og það hefur skilað sér. Þetta er verkefni sem FKA þarf að halda áfram að berjast fyrir af afli, því það er augljóst að þegar kynjakvótum sleppir er verulegur kynjahalli í hlutverkum framkvæmdastjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja. Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 48 árum sem liðin eru frá 1975. En staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við búum enn við kynbundinn vinnumarkað, þar sem framlag hefðbundinna kvennastétta er minna metið. Konur bera enn að stærri hlut ábyrgð á heimili og þriðju vaktinni. Við eigum enn eftir að fá allt samfélagið í okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Það höfum við séð í erlendum fréttum, vestanhafs og austan, þar sem verið er að takmarka réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Við þurfum að gæta okkur, að leyfa ekki íhaldssömum öflum að vaða uppi og takmarka mannréttindi annarra. Fyrir jafnt og frjálst samfélag þarf frjálslyndið að blómstra. Getum aldrei verið í hlutlausum gír Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það er hlutskipti hverrar nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum og passa að við lullum ekki áfram í hlutlausum gír, sannfærð um að þetta sé allt komið því við séum svo framarlega á alþjóðavísu. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins: þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru kennarar, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Árið 1975 sungum við “í augsýn er nú frelsið og fyrr það mátti vera”. Það á enn við í dag. Að berjast fyrir réttindum kvenna kallar á samstöðu ólíkra hópa til að há marglaga og fjölþætta baráttu á mörgum vígstöðum. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá kvennskörungum sem hafa dregið vagninn frá því á áttunda áratugnum og aðra kvennafrísdaga síðan. Nýtum okkur þann kraft sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Því við þorum, getum og viljum. Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun