Pétur: Þetta var bara eins og úrslitakeppnin í október Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. október 2023 22:31 Pétur Ingvarsson (til hægri) taldi sína menn mögulega heppna að komast áfram í kvöld. Keflavík Keflavík heimsótti nágranna sína í Njarðvík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninar lauk í kvöld. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast er hart barist og á því var enginn breyting í kvöld. Það þurfti framlengingu til að skera úr um það hvort liðið færi í 16-liða úrslitin og var það Keflavík sem hafði betur 108-109. Sigrarnir gerast vart sætari en þetta. „Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum. Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
„Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum.
Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40
Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00